Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember 2018

Á morgun er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni ætlum við að vera með samveru/söngstund inni í sal fyrir allar deildir leikskólans kl. 9:00. Nokkrir starfsmenn leikskólans munu svo skella sér í búninga og sýna leikritið um „Búkollu“.

 

Tomorrow is the Icelandic language day and we are going to celebrate by joining together and sing in the great hall at 9:00 am. A few staff members will then put on costumes and show the kids the play about "Búkolla". 

Lesa >>


Skóladagatal 2018-2019 og starfsáætlun Grandaborgar 2018-2019

Skóladagatal og starfsáætlun Grandaborgar fyrir skólaárið 2018-2019 er að finna undir tenglinum „Stefna og starfsáætlun“

Lesa >>


Opnunartími Grandaborgar

Frá og með 3. september 2018 verður opnunartími leikskólans kl. 7:45 - 16:45. 

Lesa >>


Barnamenningarhátíð Reykjavíkur 2018

Í ár munu elstu börn Grandaborgar taka þátt í samvinnuverkefni með Grandaskóla, Gullborg og Ægisborg. Verkefnið er samvinnuverkefni um læsi og orðaforða og verður afraksturinn til sýnis í Borgarbókasafninu í Grófinni frá miðvikudeginum 18. apríl til sunnudagsins 22. apríl. Opnunarhátíð verður miðvikudaginn 18. apríl kl. 15:30 að viðstöddum börnum af leikskólunum, kennurum og foreldrum. 

Lesa >>


Sumar- og uppskeruhátíð Grandaborgar 2018

Uppskeru- og sumarhátíð Grandaborgar í samvinnu við foreldrafélagið verður að þessu sinni 6. júní frá kl. 14:30-16:15

Lesa >>

Fréttasafnið >>

Foreldravefur