Foreldrafélag

Í Grandaborg er starfandi mjög öflugt foreldrafélag og hefur það séð um hluta þeirra hefða sem eru í leikskólanum. Í foreldrafélagið er greitt sérstaklega einu sinni til tvisvar á ári og sér foreldrasjóðurinn síðan um að greiða fyrir ýmsar uppákomur.  Það fellur í hlut gjaldkeri foreldrafélagsins að sjá um það.

Eins og áður sagði stendur foreldrafélagið fyrir ýmsum uppákomum, svo sem jólagjöfum til barnanna, leiksýningu, sumarhátíð, sveitaferð, hestaheimsókn og útskriftarferð elstu barnanna svo eitthvað sé nefnt. Kosið er í foreldrafélagið einu sinni á ári.

Formaður foreldrafélags Grandaborgar skólaárið 2015-2016 er Lára Rut Davíðsdóttir, hægt er að hafa samband við Láru Rut á netfangið: larrdav(hjá)gmail.com