í dag er bóndadagur og vijum við byrja á að bjóða öllum bóndum landsins til hamingju með daginn.

Í tilefni dagsins var haldið þorrablót hér á leikskólanum. Börnin fengu öll að smakka þjóðlega rétti og þorramat. Í boði var súr hvalur, hákarl, súrt slátur, svið, sviðasulta, svínasulta, lundabaggi, hangikjöt, harðfiskur og rúgbrauð. Í hádegismat var grjónagrautur og slátur og fengu börnin þorramatinn við matarborðið með grautnum. Sum voru dugleg að smakka og fannst margt gott meðan önnur voru lítið hrifin af súra matnum.

Morguninn byrjaði á frábæran hátt með heimsókn frá Dúó Stemma, þeim Herdísi Önnu Jónsdóttur og Steef van Oosterhout. Þau fluttu skemmtilega tónlistardagskrá með blönduðu efni og fluttu þorralög og íslensk þjóðlög. Þau léku undir á mörg skemmtileg hljóðfæri og léku með tilþrifum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem sýna hversu frábær skemmtun þetta var. Börnin voru mjög hrifin, sem og allir viðstaddir og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Við eigum videoupptöku af þessu og aldrei að vita nema hægt sé að setja sýnishorn hingað inn seinna.