Afmælisdagar

Einu sinni í mánuði er haldið upp á afmæli fyrir alla í húsinu sem eiga afmæli þann mánuð. Þann dag hittumst við öll í salnum, venjulega kl. 9:00 og haldin er smá afmælishátíð, þar sem öll afmælisbörnin fá medalíur og svo syngjum við öll saman afmælissönginn. Hver deild fær að syngja lag sem þau hafa verið að æfa. Í hádegismat fáum við það sem fékk mest af atkvæðum í lýðræðislegri kosningu á leikskólanum. Hvert barn fær svo afmæliskórónu á afmælisdaginn sjálfan eða á mánudegi ef að afmælið bar upp um helgi.