Eldhús

Matseðill leikskólans er birtur á vefsíðunni, viku fram í tímann eða lengra. Lögð er áhersla á hollan og fjölbreyttan matseðil sem inniheldur m.a. fisk, kjöt, grænmeti og spóna- og mjólkurmatur.

Margrét Hauksdóttir sér um matseld og hefur sér til aðstoðar Kent Tejas.  

Í morgunmat er í matsal frá kl. 8:00 - 8:45, í boði er hafragrautur og lýsi alla daga. Ávextir eru einnig í boði með eða á eftir morgunmat. 

Hádegismatur er á Bergvík Fjöruvík, Ölduvík og Skeljavík frá 11:30-12:00 og á Klettavík frá 11:45-12:15

Nónhressing er kl. 14:30. Börnin fá heimabakað brauð og álegg en þrisvar til fjórum sinnum í viku, hrökkbrauð einu sinni í viku og ávextir eru í boði alla daga.  

Ef barn er með matarofnæmi þarf að láta leikskólann vita og koma með læknisvottorð. Mikilvægt er að læknisvottorð sé endurnýjað einu sinni á ári. 
Æskilegt er að börn mæti ekki í leikskólann milli 11:00-13:00 til að trufla ekki ró í matartíma og hvíld.