Listi
Fimmtudagur, Nóvember 01, 2012
Nóvember 2012

Fimmtudagur, Nóvember 01, 2012

Laugardagur, Nóvember 03, 2012

Dagur myndlistar (Lau. 3 Nóv, 2012 8:00 - 9:00)

Undanfarin ár hefur Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) staðið fyrir Degi myndlistar þar sem gestum og gangandi hefur verið boðið að heimsækja listamenn á vinnustofur þeirra. Þessi kynning á myndlistarmönnum hefur gefist mjög vel og hefur Dagur myndlistar verið árviss viðburður í sífelldri þróun.

http://dagurmyndlistar.is/

Bangsaspítalinn (Lau. 3 Nóv, 2012 10:00 - 15:00)

Bangsaspítalinn á Barnaspítalanum frá 10-16.  

Bangsaspítalinn er hugsaður fyrir börn á aldrinum 3-6. Tekur verður á móti böngsum við sérmerkta biðstofu beint við inngang Barnaspítala Hringsins. Markmið Bangsaspítalans er að stuðla að jákvæðu viðhorfi barna og trausti gangvart heilbrigðisstarfsfólki, heilbrigðisstofnunum og því starfi sem þar fer fram. Hugmyndi er sú að barn, í hlutverki foreldris, komi með veikan bangsa/dúkku til læknis. Hjá lækninum fer fram viðtal og skoðun og bangsinn er læknaður eftir því sem við á þ.e. settar umbúðir, plástrað, saumað o.frv.

Fimmtudagur, Nóvember 08, 2012

KR salur 4-5 ára (Fim. 8 Nóv, 2012 8:00 - 8:00)

Börn fædd 2007-2008 fara í hreyfingu í KR salnum með íþróttarfræðingnum okkar, henni Tinnu og starfsfólki af Fjöruvík og Bergvík.

Dagur gegn einelti (All day)

Dagur gegn einelti verður haldinn þann 8. nóvember. Þá má vinna með ýmis verkefni sem kveikja umræður og auka vitund þeirra um að enginn skal sitja hjá í góðum hópi.

Í lok ársins 2010 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra verkefnisstjórn þriggja ráðuneyta til að fjalla um og fylgja eftir tillögum að aðgerðum gegn einelti í íslensku samfélagi. Eitt af hlutverkum verkefnisstjórnarinnar er að taka þátt í og stuðla að vitundarvakningu um hið alvarlega samfélagslega vandamál sem einelti er, þætti í skóla- og starfsumhverfi sem geta stuðlað að einelti, leiðir til að taka á kvörtunum um einelti, neikvæð samfélagsleg áhrif af einelti og aðgerðir til að sporna gegn einelti.

Verkefnastjórnin hefur hvatt aðila og samtök til að taka höndum saman og helga 8. nóvember n.k. baráttunni gegn einelti. Sérstaklega er þessu beint til leik-, grunn- og framhaldsskóla, félags- og frístundamiðstöðva, auk vinnustaða og stofnana.

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur af þessu tilefni útbúið sérstakan verkefnabanka með tillögum sem kennarar og frístundaráðgjafar geta nýtt í vinnu með börnum til að efla færni þeirra í samskiptum.

Klípusöguspil

Fleiri klípusögur fyrir börn, foreldra og kennara

Verkefni fyrir dag gegn einelti 8. nóv. 2012

Upplýsingar teknar af síðu Reykjavíkurborgar

 

Sjá einnig: http://www.gegneinelti.is/

Sunnudagur, Nóvember 11, 2012

Feðradagurinn (All day)

Feðradagurinn er haldinn hátíðlegur annan sunnudag í nóvember ár hvert og var haldinn fyrst á Íslandi 14. nóvember 2006.

Fimmtudagur, Nóvember 15, 2012

KR salur 4-5 ára (Fim. 15 Nóv, 2012 8:00 - 9:00)

Börn fædd 2007-2008 fara í hreyfingu í KR salnum með íþróttarfræðingnum okkar, henni Tinnu og starfsfólki af Fjöruvík og Bergvík.

Föstudagur, Nóvember 16, 2012

Afmælisdagur mánaðarins (All day)

Í dag er haldið upp á afmæli barna sem fædd eru í nóvember. Þema dagsins er ljós og skuggi og mega börnin koma í svörtum og hvítum fötum og mega allir koma með vasaljós með sér í leikskólann (muna að merkja vel).

Dagur íslenskrar tungu (All day)

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.

Sjá nánari upplýsingar á vef menntamálaráðuneytisins

Fimmtudagur, Nóvember 22, 2012

KR salur 4-5 ára (Fim. 22 Nóv, 2012 8:00 - 8:00)

Börn fædd 2007 og 2008 fara í hreyfingu í KR salnum með íþróttarfræðingnum okkar, henni Tinnu og starfsfólki af Fjöruvík og Bergvík.

Fimmtudagur, Nóvember 29, 2012

KR salur 4-5 ára (Fim. 29 Nóv, 2012 8:00 - 9:00)

Börn fædd 2007 og 2008 fara í hreyfingu í KR salnum með íþróttarfræðingnum okkar, henni Tinnu og starfsfólki af Fjöruvík og Bergvík.

Leita í dagatalinu