Fataklefinn

Barnið þarf ekki að koma með tösku undir aukaföt. Á hillunni fyrir ofan hólf barnsins er karfa sem er merkt barninu. Í henni eiga að vera aukaföt á barnið. Við förum reglulega yfir körfurnar og látum vita með miðum sem við setjum á hólfin, ef það vantar í þær. Annars er góður vani að koma með aukaföt strax daginn eftir, ef við höfum þurft að nota föt úr körfunni. Í vikulok þarf að tæma allt úr hólfum (ekki körfunum), vegna þrifa.

Hafa ber í huga að leikskólaföt séu mjúk og þægileg og hefti ekki hreyfingar barnsins. Það auðveldar líka barninu í að æfa sig í að bjarga sér á klósettinu. Einnig viljum við benda á að fötin geta orðið fyrir hnjaski, eins og málningarslettum og öðru, en við reynum eftir fremsta megni að láta það ekki koma fyrir.

Nauðsynlegt er að hafa ávallt nægilegan hlífðarfatnað með barninu, en þó ekki of mikið þar sem hólfin eru ekki mjög stór. Þetta á einnig við um skófatnað. Svo þarf að huga að því að útifötin séu rúmgóð þannig að þau hefti ekki hreyfigetu barnsins. Hér á eftir er listi yfir fatnað sem við teljum að sé nauðsynlegt að hafa.

Allt árið
regngalli/regnvettlingar
stígvél
peysa (flís eða ullar)
vettlingar
húfu
inniskó (sokkainniskó)

Haust og vetur
útigalli
peysa (flís eða ullar)
lúffur, vettlinga, húfu, ullarsokka
kuldaskór

Sumar
flíspeysu
strigaskó
vindgalla
þunna húfu
derhúfu

 

Ef barnið notar snuð, þurfum við að hafa eitt sem er alveg fast hérna á leikskólanum. Undir hillunni er krókur fyrir snuð sem barnið getur komið með í skólann og tekið með heim í lok dags.

Á Bergvík (Öldu- og Skeljavík) eru hilla fyrir skó og stígvél. 

Ef þið finnið ekki útiföt frá þeim, geta þau verið í þurrkskápunum.