Fatamerkingar

Æskilegt er að allur fatnaður sé vel merktur, sérstaklega á þetta við um útifatnað og inniskó. Ekki er hægt að ætlast til að við þekkjum allan fatnað barnanna.

Í fataklefa er umsókn fyrir fatamerkingar frá fyrirtækinu Rögn, einnig er hægt að fara á rogn.is. og panta merkimiða. Annað gott ráð til að merkja fötin er að líma heftiplástur innan í þau og skrifa á hann. Við getum ekki tekið ábyrgð á fatnaði sem er ekki merktur.