Óhöpp og slys

Ef svo illa vill til að barnið meiði sig svo illa á leikskólanum að þörf er talin á að fara með það á slysadeild, eru foreldrar tafarlaust látnir vita svo að þeir geti farið með barnið. Ef engin töf má vera, er foreldrum bent á Slysavarðstofu. Leikskólasvið Reykjavíkurborgar greiðir fyrstu komu á slysadeild. Að öðru leyti höfum við ávallt samband við foreldra þegar barnið meiðir sig og gefum þeim kost á að ákveða sjálfir hvort þeir komi og sæki barnið. Starfsfólk fyllir út slysaskýrslu ef barnið meiðir sig, þannig að ef eitthvað óvænt kemur í ljós síðar, þá er atvikið skráð nákvæmlega af þeim aðila sem sá atvikið eða var fyrstur á vettvang.