Matseðill

Matseðill er ákveðinn viku fram í tímann. Matseðill hangir uppi í fataklefa, einnig er hægt að nálgast hann á heimasíðu Grandaborgar og prenta hann út fyrir eina viku í senn. Matseðill er gerður af matráði leikskólans í samráði við leikskólastjóra og annað starfsfólk leikskólans.

Áheyrsla er lögð á að börnin fái ávexti og grænmeti á hverjum degi. Fisk tvisvar sinni í viku og kjöt einu sinni til tvisvar í viku. Ávextir og grænmeti er mismunandi og háð árstíðum. Vinsamlegast látið okkur vita ef það er eitthvað sem barnið má ekki borða sökum ofnæmis. Framvísa þarf vottorði frá lækni ef barn er með ofnæmi eða óþol fyrir ákveðnum fæðutegundum. 

Morgunmatur er frá kl. 8.00 til 8.45
Ef barnið á að borða morgunmat verður það að vera komið í síðasta lagi kl. 8:40, þar sem skipulagt starf á deildum hefst kl. 9:00, og ekki er gott að miklar tafir verði á því. Lýsi er í boði fyrir þá sem vilja. Einnig er gott að láta okkur vita ef barnið er búið að borða morgunmat heima eða taka lýsi.

Hádegismatur
Hádegismatur er framreiddur á tímabilinu 11:30-11:45 og byrja yngri deildirnar á að fá mat.

Á töflu á yngri deildum er hægt að fylgjast með hvernig barnið hefur borðað og sofið. Ekki er æskilegt að foreldrar komi með barnið sitt í leikskólann á matar og hvíldartíma vegna þess að það raskar þá ró sem reynt er að skapa á deildum. Undantekningar eru gefnar og þá með samþykki deildarstjóra.