Aðlögun

Aðlögun barna í Grandaborg

Að byrja í leikskóla er stórt skref og ný reynsla fyrir bæði foreldra og barn. Því er mjög mikilvægt að vel staðið að aðlöguninni í upphafi. Hún getur haft mikla þýðingu fyrir leikskólagöngu barnsins. Fle4st börn eru spennt og ánægð að byrja í leikskóla. Í fyrstu eru þau áhugasöm og sýna umhverfinu mikinn áhuga. Oft vilja þau ekki fara heim eftir stutta heimsókn. Þá er mikilvægt að átta sig á því að þar með er ekki sagt að barnið sé tilbúið til langrar dvalar í leikskólanum. Ef of geyst er farið og mesti spenningurinn er búinn er hætt við að barnið upplifi kvíða vegna aðskilnaðar við foreldra sína. Því er mikilvægt að gefa barninu góða tíma til að aðlagast og kynnast aðstæðum.

Í flestum tilvikum aðlagast börnin á u.þ.b fimm dögum. Suma þurfa lengri tíma sem auðvelt er að koma til móts við.

1. dagur:
Aðlögun hefst með klukkustunda heimsókn frá kl. 9.00-10.00

2. dagur:
Barn og foreldri dvelja frá 9.00-11.00

3. dagur:
Barn og foreldri dvelja frá kl. 8.30-12.00. Foreldri kveður barnið og fer í burtu í u.þ.b. 20 mínútur, í samráði við starfsmann. Barnið borðar hjá okkur ásamt foreldri sínu og fer síðan heim.

4. dagur:
Barn og foreldri koma kl. 8.30 og barnið dvelur í leikskólanum til klukkan 14.00. Foreldri kv3eður og kemur aftur þegar barnið vaknar eftir hvíld.

5. dagur:
barn og foreldri koma 8.30 og barnið dvelur til 15.00. Foreldri kveður barnið og sækir það eftir nónhressingu.

Eftir þessa fim daga ætti aðlögunin að hafa tekist vel. Ef ekki – þá er alltaf hægt að bæta við dögum. Gott er að börnin séu sótt í fyrra lagi næstu daga eftir aðlögunina

Á meðan á aðlögun stendur, er mikilvægt að foreldrar kynnist starfsfólki á deildinni og kynni sér starfsemi og dagskipulag leikskólans.

Góð samvinna við foreldra og starfsfólk leikskólans er mikilvægur þáttur í starfsemi skólans. Börnin eru fljót að skynja ef samvinna foreldra og skóla er ekki í góðu lagi og það hefur áhrif á líðan barnsins.

Starfsfólk leggur áherslu á góð dagleg samskipti við foreldra. Við biðjum ykkur endilega að ræða við starfsmenn ef þið eruð í vafa um eitthvað, eða hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir.